Skrifstofa framkvæmda og viðhalds á umhverfis- og skipulagssviði ber ábyrgð á öllum verklegum framkvæmdum sem tengjast mannvirkjum Reykjavíkurborgar,
húseignum hennar og gatnakerfi. Fjárfestingaráætlun liggur til grundvallar framkvæmdum hvers árs en útgjöld vegna framkvæmda skiptast annars vegar í
gatnaframkvæmdir og byggingaframkvæmdir og hins vegar í viðhald og nýframkvæmdir. Til gatnaframkvæmda teljast allar framkvæmdir við göngu- og hjólastíga,
gangstéttir, götulýsingar og allt sem því tengist. Algengar byggingaframkvæmdir eru byggingar grunnskóla, leikskóla og annarra bygginga sem eru á forræði
borgarinnar.
Hér að neðan má sjá fjárhæðir, í milljónum króna, sem nýttar hafa verið til framkvæmda á það sem af er ári og hversu vel áætlun þessa tímabils hefur staðist
(gefið upp sem hlutfall fjárhæðar undir eða yfir áætlun af heildarupphæð áætlunar). Gefinn er samanburður við sama tímabil ársins á undan,
skipting niður í flokka er sýnd sem og þróun yfir tíma.
Hverfið mitt er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, sem fer fram á tveggja ára fresti. Þar gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn hugmyndir að nýjum og smærri verkefnum í öllum hverfum Reykjavíkurborgar og kjósa síðan um hvaða verkefni koma til framkvæmda. Eftir að hugmyndasöfnun lýkur, fer fram víðtækt samráðsferli við hugmyndasmiði, íbúaráð og innan stjórnsýslu Reykjavíkurborga. Hugmyndir sem eru lagðar fram verða yfirfarnar af teymi sérfræðinga innan stjórnsýslunnar samkvæmt reglum verkefnisins og síðan lögð fyrir íbúaráð hverfanna sem stilla hugmyndum upp á kjörseðil. Bindandi rafræn hverfakosning fer fram á milli verkefna og þau sem eru valin eru framkvæmd eins fljótt og auðið er. Árið 2020-2021 úthlutaði Reykjavíkurborg 850 milljónum krónum í framkvæmdir í gegnum Hverfið mitt.
Hér að neðan má sjá hversu mörgum verkefnum er lokið úr þeirri kosningu sem nú er verið að framkvæma, í fjölda talið og sem hlutfall af heildarfjölda kosinna verkefna. Sjá má þróun framkvæmda eftir mánuði og hvernig kosnar framkvæmdir skiptast eftir hverfum. Gott er að hafa í huga að frumleg verkefni og verkefni sem krefjast mikils samráðs geta tekið ögn lengri tíma í framkvæmd en verkefni sem eru einfaldari og meira stöðluð.