Samstæða Reykjavíkurborgar skiptist í A-hluta og B-hluta. A-hluti samanstendur af Aðalsjóði og Eignasjóði og er að mestu leyti fjármagnaður með skatttekjum. Í Aðalsjóði fer fram rekstur grunnskóla, leikskóla, frístunda- og íþróttamála, velferðarmála, skipulags- og byggingarmála auk menningar- og ferðamála. Til B-hluta teljast fyrirtæki sem eru að minnsta kosti í helmingseigu borgarinnar, þ.e. Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Malbikunarstöðin Höfði, Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Sorpa og Strætó o.fl.
Rekstrartekjur A-hluta skiptast í skatttekjur, framlög jöfnunarsjóðs og aðrar tekjur. Kökuritið hér fyrir neðan sýnir skiptingu á rekstrartekjum A-hluta,
annars vegar niður á málaflokka og hinsvegar á kostnaðarliði. Einnig má sjá þróun rekstrarkostnaðar í milljörðum króna á verðlagi 2017 með samanburð við
launaþróun. Stærsti kostnaðarliðurinn í rekstri borgarinnar er launakostnaður og því kemur ekki á óvart að rekstrarkostnaður fylgi launaþróun yfir tíma.
Rekstrargjöldin er áhugavert að skoða bæði eftir eðli þjónustunnar sem borgin veitir og eins eftir tegundum kostnaðar. Stærstur hluti rekstrar fer til skóla- og velferðarmála og lang stærsti kostnaðarliðurinn er launakostnaður. Myndirnar hér fyrir neðan sýnir skiptingu á rekstrargjöldum Aðalsjóðs árið 2017, annars vegar niður á málaflokka og hinsvegar á kostnaðarliði.
Rekstrartekjur A-hluta skiptast í skatttekjur, framlög jöfnunarsjóðs og aðrar tekjur. Ef rekstrargjöld svo sem laun, annar rekstrarkostnaður og afskriftir
eru lægri en rekstrartekjur er rekstrarafkoman jákvæð, annars neikvæð. Í daglegu tali er gjarnan talað um hagnað eða tap.
Hér fyrir neðan má sjá rekstrarniðurstöðu A-hluta, þ.e. rekstrarafkomu sem hlutfall af rekstrartekjum
Hér að neðan má sjá rekstrarniðurstöðu samstæðu Reykjavíkurborgar (A og B-hluta), þ.e. rekstrarafkomu sem hlutfall af rekstrartekjum
Hreinar vaxtaberandi skuldir samanstanda af langtíma- og leiguskuldum að frádregnum peningalegum eignum, þ.e. langtímakröfum, verðbréfum, bundnum bankainnistæðum og handbæru fé.
Hér fyrir neðan má sjá hreinar skuldir A-hluta sem hlutfall af rekstrartekjum A-hluta.
Sveitastjórnarlög kveða á um að skuldir og skuldbindingar sveitarfélaga á móti tekjum, að teknu tilliti til ákveðinna frádráttarliða, skuli vera innan við 150%. Þessi mælikvarði er útfærður í reglugerð með lögunum og kallaður skuldaviðmið og er hann birtur hér fyrir neðan fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar (A-hluta og B-hluta).
Veltufé frá rekstri er sjóðstreymistala sem lýsir fjármunamyndun tímabils. Veltufé frá rekstri gefur upplýsingar um hve há fjárhæð er eftir af heildartekjum eftir að búið er að
borga allan daglegan rekstur svo sem laun og kaup á vörum og þjónustu. Algengt er að bera saman stöðu sveitarfélaga með því að bera saman hve hátt hlutfall veltufé frá rekstri er af heildartekjum
sveitarfélagsins. Því hærra sem hlutfallið er því betri er rekstrarafkoman.
Hér fyrir neðan má sjá veltufé frá rekstri A-hluta sem hlutfall af tekjum A-hluta árið
Hér fyrir neðan má sjá veltufé frá rekstri samstæðu Reykjavíkurborgar (A og B-hluta) sem hlutfall af tekjum árið