Aðsókn í sundlaugar

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar rekur sex sundlaugar víðs vegar um borgina. Sundlaugarnar eru mikilvægur þáttur í menningu og daglegu lífi íbúa og eru einnig mikið sóttar af ferðafólki. Þangað sækja ungir sem aldnir í margvíslegum tilgangi, ýmist til að stunda líkamsrækt, sækja sundkennslu, leika sér, slaka á eða ræða málefni líðandi stundar. Reykjavíkurborg vinnur jafnt og þétt að endurbótum á sundlaugum borgarinnar en í desember 2017 var tekin í notkun ný útisundlaug og heitir pottar utan dyra við Sundhöllina í miðbænum með miklum endurbótum á bæði búningsaðstöðu, aðgengi fyrir fatlaða og aðstöðu fyrir starfsfólk.

Hér að neðan má sjá fjölda sundlaugagesta bæði síðustu 12 mánuði og síðastliðinn mánuð og hvernig þessi fjöldi er í samanburði við sama tímabil árinu áður. Einnig má sjá skiptingu niður á sundlaugar og þróun yfir tíma.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

Frístundakortið

Frístundakortið er styrkjakerfi í frístundastarfi fyrir 6 – 18 ára börn og unglinga með lögheimili í Reykjavík. Markmið og tilgangur Frístundakortsins er að öll börn og unglingar geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Frístundakortinu er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu og fjölbreytileika í iðkun íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi.

Hér að neðan má sjá fjölda og hlutfall barna á aldrinum 6 - 18 ára sem hafa nýtt sér Frístundakortið að hluta eða fullu það sem af er ári. Einnig má sjá samanburð við sama tímabil á fyrra ári og þróun nýtingar yfir tíma.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar