Hæft og áhugasamt starfsfólk er lykilatriði til árangurs í þjónustu og rekstri. Hér má finna lykilupplýsingar um starfsfólk, stjórnun og fleira sem snýr að mannauðsmálum Reykjavíkurborgar.
Hér að neðan má sjá fjölda starfsmanna og stöðugilda og breytingu frá fyrra ári ásamt nánari greiningu eftir kynjum, sviðum, árum og yfir tíma.
Reykjavíkurborg gerir reglulega viðhorfskönnun meðal starfsmanna borgarinnar. Tilgangurinn er að fá fram viðhorf starfsmanna til starfsumhverfis,
samskipta og stjórnunarhátta. Niðurstöður könnunarinnar hafa verið nýttar til að bæta árangur í mannauðsmálum og gera Reykjavíkurborg að enn betri vinnustað.
Hér að neðan má sjá helstu niðurstöður þessarar viðhorfskönnunar og hvernig þróun hefur verið yfir tíma. Spurningar eru dregnar saman í þætti og er reiknuð
einkunn á bilinu 1 til 5. Hærri einkunn er alltaf jákvæðari niðurstaða.
Reykjavíkurborg er umhugað um heilsu og velferð starfsfólks síns og vill stuðla að heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi. Liður í því er að styðja við og
hlúa að starfsfólki vegna fjarveru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða áfalla um lengri eða skemmri tíma og draga úr veikindafjarvistum með markvissum aðgerðum.
Það er til mikils að vinna að draga úr fjarvistum starfsfólks vegna veikinda enda er kostnaður við afleysingar mikill auk óþæginda fyrir starfsfólk og
íbúa Reykjavíkur.
Hér að neðan má sjá veikindahlutfall starfsfólks að meðaltali síðustu 12 mánuði og hvað það var á sama tímabili á fyrra ári, hvernig þau skiptast eftir
tegund veikinda og hafa þróast yfir tíma.