Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur starfrækir menningarstofnanir Reykjavíkurborgar sem samanstanda af
þremur söfnum og starfa þau eftir menningarstefnu borgarinnar: Borgarbókasafn Reykjavíkur er með starfsemi í Grófinni, Gerðubergi, Kringlunni, Spönginni,
Sólheimum og Árbæ auk bókabíls sem fer um alla borg; Listasafn Reykjavíkur er með starfsemi í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni; Borgarsögusafn
Reykjavíkur er með starfsemi í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni í Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu og Viðey.
Hér að neðan má sjá fjölda gesta sem sóttu menningarstofnanir Reykjavíkurborgar heim síðustu 12 mánuði og hvernig þessi fjöldi er í samanburði við sama
tímabil árinu áður. Einnig má sjá skiptingu niður á menningarstofnanir og þróun yfir tíma.