Aðsókn að menningarstofnunum

Menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkur starfrækir menningarstofnanir Reykjavíkurborgar sem samanstanda af þremur söfnum og starfa þau eftir menningarstefnu borgarinnar: Borgarbókasafn Reykjavíkur er með starfsemi í Grófinni, Gerðubergi, Kringlunni, Spönginni, Sólheimum og Árbæ auk bókabíls sem fer um alla borg; Listasafn Reykjavíkur er með starfsemi í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni; Borgarsögusafn Reykjavíkur er með starfsemi í Árbæjarsafni, Landnámssýningunni í Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu og Viðey.

Hér að neðan má sjá fjölda gesta sem sóttu menningarstofnanir Reykjavíkurborgar heim síðustu 12 mánuði og hvernig þessi fjöldi er í samanburði við sama tímabil árinu áður. Einnig má sjá skiptingu niður á menningarstofnanir og þróun yfir tíma.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

Ferðamenn í Reykjavík

Ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár og er Reykjavík eftirsóttasti áfangastaður þeirra hér á landi. Þessi aukni ferðamannastraumur hefur sett mark sitt á borgarlífið með ýmsum hætti og er mikilvægt fyrir borgarbúa að geta fylgst með þróun mála. Ýmis gögn eru til varðandi viðkomu erlendra ferðamanna til Íslands svo sem fjöldi gistinátta, kortanotkun, farþegatalningar í Keflavík og Seyðisfirði og sértækar kannanir sem nýta má til að áætla fjölda ferðamanna í Reykjavík. Engin nákvæm mæling er til en stuðst er við tölur ISAVIA um brottfarir ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli og viðhorfskönnun sem gaf til kynna að 92% þeirra hafi haft viðkomu í Reykjavík.

Hér að neðan má sjá áætlaðan heildarfjölda ferðamanna í Reykjavík síðustu 12 mánuði sem og í nýliðnum mánuði og hvernig þessi fjöldi er í samanburði við sama tímabil árinu áður. Einnig má sjá þróun fjölda ferðamanna og heimsókna í Upplýsingamiðstöð ferðamanna yfir tíma.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar