Líðan grunnskólabarna

Leiðarljós skóla- og frístundasviðs er að börnum og ungmennum í borginni líði vel, fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf. Viðhorf nemenda í 6.-10. bekk grunnskóla er m.a. skoðuð í könnun á vegum Skólapúlsins, en þar eru mældir þættir er varða líðan, heilsu og virkni nemenda sem og skóla- og bekkjaranda. Skólapúlsinn mælir róf tilfinninga eins og gleði, áhyggjur, reiði, dapurleika o.fl. Einnig er fylgst með líðan nemenda út frá sjónarhóli foreldra en skóla- og frístundasvið leggur könnun fyrir foreldra þar sem mælt er hvort foreldrar telji að barni sínu líði vel í skóla- og frístundastarfi.

Hér að neðan má sjá hlutfall nemenda í 6.-10. bekk í skólum Reykjavíkur sem segjast upplifa gleði, með samanburð við landsmeðaltal. Einnig má sjá hlutfall foreldra sem telja að barni sínu líði vel í skólanum og í frístund og hvernig báðar mælingarnar hafa þróast yfir tíma.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

 • Gögn um viðhorf nemenda eiga við um skólaárið og voru síðast uppfærð Þau eru uppfærð annan mánudag hvers mánaðar á meðan á skólaárinu stendur.
 • Gögn um viðhorf foreldra eiga við um skólaárið og voru síðast uppfærð
 • Nemendur í Skólapúlsinum eru beðnir um að hugsa um hvað þeir upplifðu í gær. „Ég upplifði gleði“ er mæld á skalanum Mjög sjaldan eða aldrei, sjaldan, stundum, oft, mjög oft eða allan daginn. Hér er sýnt hlutfall þeirra sem segja oft og mjög oft/allan daginn. Nemendur svara í 40 manna úrtökum í hverjum skóla jafnt og þétt yfir árið. Svarhlutfall hvers skóla verður að vera 80% til að niðurstöður séu birtar. Foreldrar eru beðnir um að svara í könnunum hversu sammála eða ósammála þeir eru fullyrðingunni „Ég tel að barninu mínu líði vel í leikskólanum/skólanum/frístundaheimilinu“ Hér er sýnt hlutfall þeirra sem eru frekar eða mjög sammála fullyrðingunni.
 • Könnunin er gerð meðal foreldra allra barna í leik- og grunnskólum og fá grunn- og leikskólar 40% vægi hvorir í mælikvarðanum og frístundaheimilin 20%.
 • Upplýsingar um Skólapúlsinn
 • Upplýsingar um grunnskóla í Reykjavík

Læsi grunnskólabarna

Í stefnu og starfsáætlun skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrir skólaárið er læsi og lesskilningur einn af fjórum meginumbóta þáttum líkt og undanfarin ár. Markmiðið er að öll börn í grunnskólum borgarinnar geti lesið sér til gagns. Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi hafa aðgang að ráðgjöf, stuðningi við fagleg vinnubrögð og símenntun til að byggja upp ríkulegt mál- og læsisumhverfi. Ánægja nemenda af lestri er mæld árlega í viðhorfskönnun meðal nemenda 6.-10. bekkjar, Skólapúlsinum, en þar svara nemendur sex fullyrðingum um lestur. Saman mynda þær lestraránægjukvarða sem rannsóknir hafa sýnt að hafi forspárgildi fyrir námsárangur. Hlutfall barna sem les sér til gagns er mælt með lesskimunarprófi sem skóla- og frístundasvið leggur fyrir alla nemendur 2. bekkjar grunnskóla að vori ár hvert.

Hér að neðan má sjá hlutfall nemenda í 6.-10. bekk í skólum Reykjavíkur sem segjast lesa umfram það sem þeir þurfa að gera og hlutfall þeirra sem hafa lestur sem eitt af aðaláhugamáli sínu, með samanburð við landsmeðaltal. Einnig má sjá hlutfall barna sem getur lesið sér til gagns í lok 2. bekkjar og þróun þessara mælinga yfir tíma.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

 • Gögn um ánægju nemenda af lestri eiga við um skólaárið og voru síðast uppfærð
 • Gögn um viðhorf nemenda uppfærast annan mánudag hvers mánaðar á meðan á skólaárinu stendur.
 • Gögn úr lesskimun uppfærast að vori ár hvert og voru síðast uppfærð
 • Spurningar til nemenda í Skólapúlsinum eru „Ég les bara þegar ég verð að gera það“ og „Lestur er eitt af uppáhaldsáhugamálum mínum“ og eru mældar á skalanum mjög ósammála, frekar ósammála, frekar sammála og mjög sammála. Hér er sýnt hlutfall þeirra sem eru frekar eða mjög ósammála fyrri fullyrðingunni og frekar eða mjög sammála þeirri seinni. Nemendur svara í 40 manna úrtökum í hverjum skóla jafnt og þétt yfir árið. Svarhlutfall hvers skóla verður að vera 80% til að niðurstöður séu birtar.
 • Lesskimun Skóla- og frístundasviðs tekur samtals til 46 atriða. Nemandi sem getur leyst a.m.k. 65% atriðanna telst geta lesið sér til gagns. Nemandi sem getur leyst á bilinu 50-64% atriða telst vera við það að ná tökum á lestrinum. Nái nemandi hinsvegar ekki 50% árangri telst hann þurfa á sérstökum stuðningi í lestri að halda.
 • Upplýsingar um Skóla- og frístundasvið
 • Upplýsingar um Skólapúlsinn

Skólaþjónusta

Á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar er veittur stuðningur við almennt skólastarf sem og við nýbreytni og þróunarstarf í skólum. Þjónustan tekur til hvers konar erfiðleika sem börn kljást við í skóla og námi, s.s. varðandi líðan, samskipti, hegðun eða iðkun náms. Markmiðið er að veita heildstæða og fjölbreytta ráðgjöf fyrir nemendur, starfsfólk skóla og foreldra á grundvelli beiðna frá skóla og foreldrum.

Hér að neðan má sjá fjölda tilvísana, eða beiðna, niður á mánuði. Einnig er sýnd uppsöfnun beiðna innan árs síðustu þriggja ára.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

Leikskólabarnið

Skóla- og frístundasvið rekur rúmlega 60 leikskóla í Reykjavík þar sem dvelja hátt í sex þúsund börn. Þar er haft að leiðarljósi að börnin njóti bernsku sinnar, læri og þroskist í leik og samveru.

Foreldrar fá tækifæri til að segja sín viðhorf til leikskólans annað hvert ár. Síðasta könnun var lögð fyrir í mars 2017. Í könnuninni eru foreldrar beðnir að svara hvort þeir séu sammála eða ósammála nokkrum fullyrðingum.

Flest börn komast að í leikskólum borgarinnar að hausti þegar elstu börn leikskólans fara í grunnskóla. Miðað er við að börn sem orðin eru 18 mánaða 1. september geti hafið leikskóladvöl það sama haust en jafnframt er leitast við að bjóða yngri börnum dvöl þar sem húsrými og starfsmannastaða leyfir. Börn eru skráð á biðlista við eins árs aldur en innritun á sér stað allt árið um kring. Börn innritast í leikskóla eftir kennitölu, þau elstu fyrst. Um leið og pláss losnar á leikskóla er næsta barni á biðlista boðið pláss.

Hér má sjá fjölda barna sem er 18 mánaða og eldri og hafa sótt um og fengið boð um vistun í leikskólum Reykjavíkur. Frá 1. nóvember 2018 var opnað fyrir innritun barna sem voru fædd í júní 2017.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar