Hjólaumferð

Reykjavíkurborg stefnir að eflingu vistvænna ferðamáta og í Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 eru sett fram þau markmið að árið 2030 verði hlutdeild hjólandi í öllum ferðum í Reykjavík a.m.k. 8% og að hlutdeild hjólandi og gangandi verði a.m.k. 30% árið 2030. Aukin hlutdeild hjólreiða er hagkvæm, hefur góð áhrif á umhverfi, lýðheilsu og lífsgæði og skapar betri borg. Útbúin hefur verið Hjólreiðaáætlun 2015–2020 sem stuðlar að þessum markmiðum og í júlí 2017 voru settir upp sjálfvirkir teljarar á þremur hjólaleiðum – við Nauthólsvík, í Elliðaárdal og á Geirsnefi. Áform eru um að bæta við teljurum á fleiri stöðum.

Hér að neðan má sjá fjölda hjólaferða á dag á mælunum þremur sem og hver umferðin var þegar mest lét síðustu 30 daga. Einnig má sjá þróun hjólaumferðar yfir lengri tíma.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar