Félagslegt húsnæði

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sinnir víðtækum verkefnum í húsnæðismálum. Þjónustumiðstöðvar veita upplýsingar og ráðgjöf um húsnæðismál, reka þjónustuíbúðir fyrir aldraða, koma að úthlutun á félagslegu leiguhúsnæði og sjá um sértæk húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk og heimilislausa með flóknar þjónustuþarfir.

Hér að neðan má sjá hvernig úthlutanir skiptast niður á mánuði og samtölu úthlutana eftir því sem líður á árið. Einnig má sjá heildarfjölda barnafjölskyldna á biðlista, annað hvort eftir fyrstu úthlutun eða flutningi í annað félagslegt leiguhúsnæði. Þá er sýnt hvernig lögheimilisskráningu barna og umgengni umsækjenda við þau er háttað.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

Fjárhagsaðstoð

Á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar er veitt fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar. Fjárhagsaðstoðin kemur til vegna atvinnuleysis eða óvinnufærni og getur verið í formi láns eða styrks. Einnig er fjárhagsaðstoð veitt á grundvelli sérstakra aðstæðna s.s. vegna náms eða óvæntra áfalla. Á þjónustumiðstöðvum eru umsóknir metnar og ákvarðanir teknar um greiðslur fjárhagsaðstoðar.

Hér að neðan má sjá bæði fjölda greiðslna fjárhagsaðstoðar til framfærslu í nýliðnum mánuði og upphæð í milljónum króna, með samanburði við sama tímabil árið á undan. Einnig má sjá fjölda greiðslna niður á mánuði aftur í tímann.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

Stuðningsþjónusta

Á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar er boðið upp á ýmsa stuðningsþjónustu fyrir einstaklinga eða fjölskyldur sem þurfa á auknum stuðningi að halda til dæmis vegna fötlunar eða félagslegra erfiðleika. Stuðningsþjónusta felst í aðstoð við athafnir daglegs lífs og stuðningi til að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni og aðstoð við að njóta menningar og félagslífs. Stuðningur getur líka verið fyrir þá sem þurfa stuðning við uppeldi barna meðal annars í formi stuðningsfjölskyldna.

Hér að neðan má sjá fjölda einstaklinga sem njóta stuðningsþjónustu nú þegar og hversu margar umsóknir eru á biðlista eftir þjónustunni. Einnig má sjá hvers konar þjónustu beðið er eftir. Þá er settur fram fjöldi nýrra stuðningsfjölskyldna sem ganga til liðs við Reykjavíkurborg.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar

  • Gögn um biðlista eftir stuðningsþjónustu voru síðast uppfærð
  • Gögn um biðlista eftir stuðningsþjónustu uppfærast 16. hvers mánaðar.
  • Upplýsingar um stuðningsþjónustu

Félagsleg heimaþjónusta

Reykjavíkurborg rekur bæði heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu. Félagsleg heimaþjónusta er fyrir borgarbúa sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu. Markmiðið með þjónustunni er að efla íbúa til sjálfsbjargar og gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Markmið heimahjúkrunar er að veita einstaklingshæfða og markvissa heimahjúkrun sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins.

Hér að neðan má sjá fjölda einstaklinga sem njóta félagslegrar heimaþjónustu í dag og hversu margir eru að bíða eftir þjónustunni. Einnig má sjá skiptingu á þjónustuþörf þeirra einstaklinga sem bíða eftir þjónustu.

Gögn, uppfærslur og frekari upplýsingar